Innrétting íbúðar / Apartment design

Innrétting íbúðar í gömlu skrifstofuhúsnæði
2003

Fjórðu hæð í 60 ára gamalli iðnaðar- og skrifstofubyggingu var breytt og endurgerð með áherslu á að nýta mikilfenglegt útsýni og móta einföld rými í samræmi við væntingar eiganda. Gluggar til norðurs eru stækkaðir til að leggja áherslu á útsýni og virkja síbreytilega dagsbirtu í nýrri notkun á húsnæðinu. Efnis- og litaval tekur mið af skýrum markmiðum um einföld og tær rými, linoleum dúkar á gólfum í aðalrýmum en basaltgólfflísar á baðherbergi og svölum. Veggir eru málaðir hvítir nema á baðherbergi og svölum, þar er múrinn ólitaður.

_ _ _

Apartment design in a former office space
2003

Renovation of a 60 year old office/industrial space in the harbour area of downtown Reykjavik into an artist´s studio/living quarters. The main intention was to enhance the impressive vistas from the space by enlarging openings on the outer shell and to control the different light conditions created by changing weather conditions.