Mennta- og menningarmiðstöðin Nýheimar / Nýheimar Cultural Centre

Nýheimar, Höfn í Hornafirði
2002

Nýheimar eru mennta- og menningarmiðstöð sveitarfélagsins Hornafjarðar. Byggingin hýsir Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu og Menningarmiðstöð Hornafjarðar (m.a. bókasafn og héraðskjalasafn). Jafnframt er þar setur Háskóla Íslands og skrifstofur sprotafyrirtækja. Í byggingunni er kaffistofa, ráðstefnusalur og aðstaða til tónleikahalds.
Húsnæðið er tvær hæðir og kjallari að hluta, steinsteypt með forsteyptum gólf og þakeiningum og viðsnúnu þaki. Húsið er einangrað að utan og klætt með steinuðu múrkerfi, forveðruðu zinki og timburgrind að hluta. Gluggar eru annars vegar úr áli og hins vegar álklæddir trégluggar. Á gólfum er náttúrusteinn á helstu umferðasvæðum en annars staðar vinyl gólfdúkur. Loft eru klædd með hljóðdeyfiplötum og gifsplötum. Tæknibúnaður er frá Nýherja og Opnum kerfum og uppsetning og frágangur á höndum Martölvunnar og Hátíðni.

_ _ _

Nýheimar Cultural Centre, Höfn
2002

Nýheimar is situated in the small town of Höfn, in Hornafjörður in the East of Iceland, and houses educational and cultural facilities for Hornafjörður county. It is home to local College FAS and Hornafjörður Cultural Centre, the town library and the county records. It has a cafeteria, a conference hall, and good facilities for concerts. The University of Iceland has offices for research teams in the building, and a number of small offices are provided for small local businesses.
The building is two stories plus a basement, with in situ concrete walls and prefabricated concrete slabs in floors and ceilings. The building is insulated on the exterior and clad in ground granite, pre-weathered zink and timber in parts..