Rannsóknar og þróunarverkefnið „Gagn og gaman – úti“

Rannsóknar og þróunarverkefnið „Gagn og gaman – úti“
2009-2010

Haustið 2009 fékk Gláma•Kím styrk frá Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til þess að vinna verkefnið “Gagn og gaman – úti”. Markmið verkefnisins var að vinna frumgögn til að skilgreina, skýra og móta leikjastefnu fyrir Reykjvíkurborg.

Skýrsluna má heild sinni lesa hér:
G&G 090953-HEILDARSKJAL 30apríl 2010

Leikþörfin er ein af grundvallarþörfum barnsins. “Öll börn verða að fá útrás fyrir þessa þörf og gildir þá einu við hvaða uppeldisaðstæður þau búa. Leikurinn er barninu nauðsynlegur til þess að það þroskist og dafni, kynnist lífinu og tilverunni og læri að vera þátttakandi í mannlegu samfélagi. Sú staðreynd blasir hins vegar við að það umhverfi sem mætir barninu er oftar en ekki umhverfi hinna fullorðnu, þ.e. miðast við forsendur fullorðinna.” úr grein umboðsmanns barna, Þórhildar Líndal, sem birtist í tímaritinu Uppeldi 1998

FRJÁLS LEIKUR

  • Frjáls og sjálfsprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barnsins. Leikurinn er aðferð barnsins til að læra, þroskast og afla sér þekkingar.
  • Frjáls leikur þroskar allar greindir og eflir t.d. tilfinninga-, félags –, vitsmuna-, siðgæðis- og líkamsþroska.
  • Leikir barna taka breytingum í takt við aldur þeirra og þroska. Markmiðið með frjálsum leik er að leyfa börnunum að njóta bernskunnar og þroskast á sínum eigin forsendum.

HVERS VEGNA SETJUM VIÐ LEIKJASTEFNU?

  • Leikjastefna á að tryggja öllum börnum án tillits til kyns, uppruna, trúar, fötlunar eða efnahags, óskertan aðgang að fjölbreyttum leiksvæðum sem hæfa aldri og þroska.
  • Leikjastefnan á að tryggja börnum þann sjálfsagða rétt að koma að mótunar- og ákvarðanartökuferlinu við skipulagningu nýrra og gamalla leiksvæða.
  • Leikjastefnan á að tryggja að leikur verði umfjöllunarefni í skipulagsferli nýrra og gamalla hverfa og að börn komi að skipulagsferlinu.
  • Leikjastefnan á að bæta aðstæður barna til að stunda frjálsan leik og útiveru á örvandi og öruggum svæðum.
  • Leikjastefnan beinir sjónum sínum að þörfum barna og unglinga sbr. skilgreiningu barnasáttmálans, þ.e. einstaklingar á aldrinum 0-18 ára.

UMFJÖLLUNAREFNI:
Vesturbærinn sunnan Hringbrautar var skoðaður og núverandi innviðir greindir og skilgreindir. Þá var sérstaklega litið til eftirtaldra þátta og samhengi þeirra.

  • leikvellir, leiksvæði og opin græn svæði
  • útivistarsvæði
  • íþróttasvæði
  • skólar og skólahverfi
  • frístundamiðstöðvar
  • fjaran
  • hjóla- og göngustígar
  • farartálmar og hindranir

NÆSTU SKREF
Stofnaður verði þverfaglegur starfshópur með fulltrúum sviða borgarinnar, barna og unglinga, fagaðilum og öðrum sérfræðingum.

VERKEFNI STARFSHÓPS:

  • Finna málefni leikja einn verðugan samastað innan borgarkerfisins
  • Vinna heilstæða leikjastefnu fyrir Reykjavíkurborg
  • Greina núverandi ástand í öllum hverfum borgarinnar
  • Ræða við notendur; börn, unglinga, foreldra, kennara o.fl.
  • Vinna kort sem sýna framboð í einstökum hverfum
  • Vinna yfirlitskort fyrir borgina alla sem sýnir sértækt framboð
  • Kanna þörf og bera saman við núverandi ástand

AFRAKSTUR:
Þegar leikjastefna og greining á núverandi framboði liggja fyrir er hægt að setja fram aðgerðaáætlun fyrir einstök svæði, hverfi og borgina í heild.

STAÐBUNDIN LAUSN
fyrir einstök svæði eða hverfishluta

  • Svæðið er rýnt m.t.t. eiginleika og gæða.
  • Þarfagreining m.t.t. þarfa mismunandi notendahópa er unnin.
  • Framkvæmdarmáti og kostnaðarþáttur ákvarðaður.
  • Lausnir skilgreindar, kynntar, samþykktar og úrvinnsluferli markað.
  • Niðurstaðan getur verið allt frá litlu inngripi upp í stórframkvæmd.

HEILDSTÆÐ LAUSN
fyrir Reykjavíkurborg eða jafnvel höfuðborgarsvæðið allt.

Nota má svipaðar eða sömu aðferðir og lýst er að ofan. Einnig yrði hugað að samgöngu- og kostnaðarfláttum. Eftirtalið yrði sérstaklega skoðað:

  • Garðar: Skrúðgarðar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Ævintýragarðar.
  • Stærri íþróttamiðstöðvar og sundlaugar.
  • Skíðasvæði og skautasvell.
  • Útivistarsvæði: Heiðmörk, Viðey o. fl.
  • Söfn: Minjasöfn, listasöfn, tæknisöfn.
  • Stígar: Göngu-, hjóla- og reiðstígar.