Stúdentagarðar við Brautarholt
Lokuð samkeppni, Alútboð, 2014
Á lóðinni Brautarholti 7 eru teiknuð tvö hús, í samræmi við deiluskipulag. Húsið rúmar 95 stúdentaíbúðir, 76 einstaklingsíbúðir og 19 paraíbúðir og 18 bílastæði í kjallara ásamt sameignarrýmum. Húsin standa meðfram lóðarmörkum og umlykja garðrými. Aðkomuleiðir inn í garðrýmið eru fjórar, ein frá hverri götu umhverfis lóðina. Gengið er inn í íbúðir frá opnum svalagöngum sem snúa inn í miðgarðinn.
Á norðurhúsi liggja svalagangar með suður- og vesturhlið íbúðanna. Þar er svalarými íbúðanna leyst í sólarátt framan við alrými þeirra með því að breikka svalaganginn og skilgreina sérafnotarými á fletinum.
Á fyrstu hæð suðurhússins meðfram Brautarholti eru sameignarrými, þvottahús, þurrkherbergi, ræstiherbergi, umjón fasteigna, pósthús og geymslur, og „almennt rými sem getur nýst td. sem kaffihús, lesrými og samkomusalur. Rýmum sem hafa gildi fyrir samfélag íbúa húsanna er raðað saman og innangengt er milli þeirra, úr „almennu rými“ í pósthús, í þvottahús.
Tillagan var unnin í samstarfi við ÞG verk, Feril verkfræðistofu, Mannvit og Hönnun og Ráðgjöf. Öllum tillögum var hafnað.
Hér má hlaða niður greinagerð arkitekta, ásamt teikningu á nánari skýringum á byggingunni:
Studentagardar_Brautarholt_GlamaKim_2014
_ _ _
Student housing
Invited competition, 2014