Sumarhús undir Eyjafjöllum / Summerhouse near Eyjafjallajökull

Sumarhús undir Eyjafjöllum
2011-2017

Sumarhúsið stendur á sléttlendi í miðju landbúnaðarlandi með fögru útsýni til fjalla og jökuls í norðri, og til hafs í suðri. Fjölbreytt fjallalandslag er í austur og vestur. Lóðin er á landsvæði þar sem gætir mikilla vinda. Ríkjandi vindátt er ýmist úr austri, eða vestri.

Húsið er hannað þannig að skjól er alltaf tryggt öðru hvoru megin við húsið. Reynt er að fanga og ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Útirými eru formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Áhersla var lögð á að hæðarsetja húsið þannig að sjálfsprottnar eyrar væru í inngangshæð, alveg að húsveggjum.

Við val á húsformi er tekið mið af útihúsum nærliggjandi sveitabæja. Þau hafa hógvært yfirbragð í víðsýninu á sléttlendinu, og móta húskropparnir þyrpingu húsa, sem líkt og svipmót sveitabæja í nágrenninu eru tær húsform sem sitja á sléttlendinu. Húsið samanstendur af tveimur húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er forstofa sem er jafnframt tenging á milli úti- og innirýma. Mjó svefnálman er með hefbundnu mænisþaki, með mænistefnu norðaustur – suðvestur. Ferhyrningslaga stofu-/borðstofu-/eldhúnshluti hússins er með pýramídalaga þakformi og snýr norðurhliðinni að stórfenglegu útsýni til jökuls og til fjalla.

Allir húshlutarnir eru klæddir skarklæðningu úr bandsöguðu lerki. Hallandi þök eru klædd með báruðu alúzinki, en ábræddur tjörupappi er á anddyri. Gluggar eru timbur/ál gluggar með innbrendum lit að utan. Öll gluggasetning tekur mið af stórfenglegu útsýni sem umvefur húsið. Hæð glugga í stofu tekur mið af því að njóta útsýnisins til fulls andspænis 1600 metra háum jöklinum, og til að geta fylgst með fjölskrúðugu fuglalífi sem er alltumlykjandi.

Ljósmyndir: © Nanne Springer
_ _ _

Summerhouse near Eyjafjallajökull
2011-2017

The summerhouse stands on flat land in the middle of an agricultural area in the south of Iceland with stunning views towards rugged mountains and a 1600 meter high glacier. It is surrounded with panoramic views in all directions. The lot is located in an area of Iceland where prevailing winds from the east or the west can be strong.

The design of the house provides shelter from the prevailing winds and frames the dramatic and stunning views. The building is made up of two main volumes and set as to form exterior spaces that benefit from sunlight, shelter and magnificent views. The house sits level with the land and the surrounding landscape hits the building at entrance level on all sides.

The composition and the form of the volumes refers to the compounds of farms in the area – a grouping or collection of buildings. The intention was to create a figural presence in the landscape, with an object-like quality on the flat farmland facing the rugged mountains. The sleeping quarters are in a long and narrow unit with a typical pitched roof with gables facing north-east and south-west. Living/dining space and kitchen are located in the square volume with a pyramidical roof. The large openings face the most spectacular views towards the glacier and the mountains in the north.

All exterior walls are clad with a bandsawn larch bevel cladding. Sloping roofs are clad with corrugated aluzink sheets, while flat surfaces are finished with asfalt roofing. All windows are timber windows with an aluminium exterior surface. All openings in the walls are focused on the magnificent views providing an observation platform to enjoy the spectacular birdlife of the area.

Photographs: © Nanne Springer