Íslandsbanki Kirkjusandi / Íslandsbanki – Head office

Tillaga A1

Tillaga A2

Tillaga B2

Íslandsbanki Kirkjusandi – Stækkun höfuðstöðva og heildarskipulag lóðar
Keypt tillöguvinna – Hugmyndavinna
2013

Í hugmyndavinnunni var leitast við að stilla upp fáeinum en skýrum valkostum um nýtingu lóðanna við Kirkjusand 2 og Borgartún 41, og draga fram kosti og galla þeirra með tilliti til þarfa bankans og mótun borgarrýma. Skýrsla Eflu, Stefnumörkun í húnæðismálum Íslandsbanka, og aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030 voru höfð til hliðsjónar. Í skýrslu Eflu var fjallað um tvo kosti í uppbyggingu höfuðstöðva bankans. Leið A, sem er uppbygging á núverandi lóð bankans að Kirkjusandi 2 og leið B sem er uppbygging við Borgartún 18.

Skoðaðar voru þrjár leiðir við uppbyggingu höfuðstöðva Íslandsbanka.
Hugmynd A1 : Viðbygging við núverandi höfuðstöðvar með aðalinngangi að norðan
Hugmynd A2 : Viðbygging við núverandi höfuðstöðvar með aðalinngangi að sunnan.
Einnig var skoðuð leið B2 : Nýbygging í Borgartúni 41.

Markmiðin voru að:
• Styðja ímynd Íslandsbanka
• Skapa heildstæða umgjörð um skilvirkt og gott vinnuumhverfi
• Styrkja tengingu við Borgartún sem hverfi fjármála
• Sýna hvernig deiliskipulag lóðanna samræmir sjónarmið Íslandsbanka, bætir umhverfið og fellur vel að nánasta umhverfi og meginmarkmiðum aðalskipulags Reykjavíkur

Tillagan fékk hæstu einkunn umsagnaraðila en var ekki valin til byggingar.

_ _ _

Íslandsbanki, Head office
Invited competition – concept and development
2013