Laugavegur 120 / Center Hotel Miðgarður

Center Hotels Miðgarður
Laugavegur 120
2014 -

Byggingin að Laugavegi 120 var byggð á árunum 1967-68 eftir teikningum Gunnars Hanssonar og Magnúsar Guðmundssonar fyrir Búnaðarbanka Íslands.

Byggingin er 4 hæðir, inndregin þakhæð og kjallari auk lágbyggingar sem er kjallari og ein hæð. Lengst af var bankastarfsemi og skrifstofur í húsinu en húsið stóð tómt frá miðju ári árinu 2014 þar framkvæmdir hófust í byrjun árs 2015. Fyrstu gestir Centre Hotels fylltu svo húsið í byrjun júní 2015 þegar fyrsta áfanga verkefnisins lauk en nú er unnið að stækkun hótelsins og viðbyggningu við upprunalega húsið.

Veitingastaður er á jarðhæð með beinu aðgengi frá götu. Þar er einnig framreiddur morgunmatur fyrir hótelgesti. Eldhús, starfsmannaaðstaða og önnur stoðrými hótelsins eru á jarðhæð og í kjallara. Hótelherbergin eru öll á efri hæðum hússins.

Úr herbergjunum er glæsilegt útsýni yfir borgina en gluggafletir herbergjanna eru óvenjustórir miðað við hefðbundin hótelherbergi enda um fyrrum skrifstofuhúsnæði að ræða. Innra skipulag hótelsins fellur að rytma gamla hússins og reynt var að halda í það sem hægt var að nýta. Þar ber helst að nefna glæsilegt stigahús sem hefur marmaragólf og handrið úr tekki, stáli og plexigleri. Þess má til gamans geta að upprunalegar peningahvelfingar bankans fengu líka að halda sér.

Hver hæð hótelsins hefur sitt litaþema sem endurspeglast í merkingum, litum á veggjum, húsgögnum og textíl. Allar innréttingar í hótelherbergjum, í veitingastað og móttöku eru hannaðar af Glámu Kím sem og efnis- og litaval.

Samstarfsaðilar: Ferill: lagnir og burðavirki, Verkhönnun: rafmagn, Verkís: brunahönnun, Trivium: hljóðvistarhönnun, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður: grafík og merkingar.

Verkkaupi: Mannverk og Center Hotels

Ljósmyndir: © Ragnar Visage