Melar norðan Hagamels | Deiliskipulag / Urban planning
2010
Hér má hlaða niður deiliskipulaginu í PDF.
MELAR _DEILISKIPULAG_A
MELAR _DEILISKIPULAG_A MELAR-SKYRINGAR_A
Úrdráttur:
Áherslur skipulagsráðgjafa
• Stuðla að varðveislu reitsins sem hluta af upprunalegu skipulagi frá 1936. Reiturinn er mikilvægur hluti af skipulagssögu borgarinnar.
• Stuðla að endurbótum á núverandi ástandi án þess að rýra yfirbragð hverfisins.
• Skapa hæfilegan sveigjanleika og aðlögunarhæfni í þróun byggðarinnar.
Núverandi ástand
• Á reitnum er fágætt dæmi um heilsteypta byggð með samræmdum útlitseinkennum húsa.
• Einsleitt byggingarlag, efnisval og samræmdar deililausnir undirstrika heildarsvip reitsins.
• Göturýmin eru skýr og vel formuð, húsaraðir standa að götunum með formföstum hætti.
• Útlit á tröppum og skyggnum við innganga og steyptum veggjum á lóðarmörkum er samræmt.
Umfjöllunarefni
• Viðbyggingar
• Hækkun þaka og kvistir
• Svalir og svalaskýli
• Bílgeymslur og geymslur
• Steyptir garðveggir
• Gróður
• Umferð og bílastæði
• Viðhald og endurnýjun húsa
– steining
– þök
– þakrennur og niðurfallsrör
– gluggar
Tillaga að deiliskipulagi
• Áhersla er lögð á að svip húsa verði sem minnst raskað t.d. þak- og gluggagerðum. Við hönnun breytinga skal reynt að varðveita og styrkja heildarmynd svæðisins. Ekki er lagst gegn breytingum á baklóðum.
• Viðbyggingar eru heimilar á baklóðum húsa á viðbyggingarreitum.
• Heimilt er að byggja, bílageymslur, geymslur eða vinnustofur á þar til gerðum byggingarreitum.
• Heimilt er að hækka húsþök við sunnanverðan Reynimel og við Grenimel.
• Sett er fram tillaga að breytingu Hofsvallagötu.
Hönnun bygginga
• Vanda skal til hönnunar við- og nýbygginga. Þær skulu endurspegla nánasta umhverfi sitt og styrkja heildarmynd svæðisins.
• Nálgast skal núverandi byggingar af virðingu og nærfærni.
• Viðbygging skal ekki yfirgnæfa byggingu sem er fyrir með óviðeigandi stílbrögðum eða efnisvali.