Þjónustuhús við Fjallsárlón

Þjónustuhús við Fjallsárlón
2017-
1. áfangi er í byggingu og verður tekin í notkun vorið 2017 

Fjallsárlón ehf stendur að uppbyggingu þjónustuhúsnæðis við Fjallsárlón. Afstaðan er sniðin að þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins sem koma að lóninu til að fara í bátsferð, og að þörfum gesta sem koma að Fjallsárlóni, til gönguferða og náttúrskoðunar.

Umhverfi Fjallsárlóns á Breiðamerkursandi er á náttúruminjaskrá og verður þess gætt að það verði fyrir sem minnstu hnjaski vegna framkvæmda. Mannvirki verða reist í samræmi við fyrirmæli í deiliskipulagi. Þau verða vönduð að gerð og formi, og auðvelt verður að fjarlægja þau að leigutíma loknum. Byggt verður upp í áföngum, en umbúnaður og frágangur í hverjum áfanga vandaður.

Í endanlegri mynd verður um að ræða klasa af smærri húsum, einskonar tilvísun í húsaþyrpingar þær sem frá fornu hafa einkennt þetta landssvæði. Á milli húsanna er samfelldur timburpallur, sem tengir þær saman og mun í fyllingu tímans gera útirýmin milli húsanna nýtileg til hverskyns starfsemi. Hugmyndir og fyrirmyndir eru byggðar á reynslu Glámu Kíms við samsvarandi verkefni síðustu áratugi.

Meginmarkmið Fjallsárlóns ehf er að einstakt landslag og umhverfi lónsins fái notið sín óspillt. Leitast er við að ljá ferðaþjónustunni metnaðarfulla umgjörð bæði efnisvali og formgerð.