Einbýlishús í Króknum á Ísafirði / Single family home

Einbýlishús í Króknum á Ísafirði
2011

Kjartan Árnason skrifar um hús sitt og fjölskyldu sinnar:

“Húsið stendur á 400m2 stórri lóð og er hannað til að vera byggt í verksmiðju í tveimur stórum einingum, og einnig hannað þannig að hægt er að taka taka það upp og flytja á brott. Lóðina umhverfis húsið höfum við einnig gert þannig að auðvelt er að endurskapa hana, jafnvel á fljótandi pramma. Í raun væri því hægt að sigla húsinu og lóðinni í burtu. Eða endurreisa hvorutveggja einhversstaðar annarsstaðar.

Húsið sjálft er alfarið byggt úr timbri og stendur á steyptum kjallara. Það er umlukið stórbrotinni náttútu allan hringinn, og Ísafjarðarbæ á tvo vegu. Stórir glerfletir ramma landslagið inn og hleypa inn birtu og hita um leið og sólin fer að skína á ný.

Húsið er hannað þannig að við sem búum í því vitum alltaf af hverju öðru, án þess að verða fyrir ónæði. Stofa eldhús, vinnuherbergi og rýmin á efri hæðinni fléttast saman í opið rými með tvöfaldri lofthæð sem verður 6 metra há þar sem hún er hæst. Það var okkur mikilvægt að hafa allsstaðar útsýni til hafs, himins og fjalla, og meðal annars þess vegna ákváðum við að nota rennihurðir sem opna stóra fleti. Fremur en að nota hefðbundnar hurðir á lömum. Hjónaherbergið er á efri hæð, í opna háa rýminu, fyrir ofan stofuna og deilir hluta af stærstu gluggunum með henni.

Við höfum haft að leiðarljósi að gera lóðina okkar umhverfisvæna eftir fremsta megni. Við höfum gert í henni kleift að rækta matjurtir, búið til kerfi til að jarðgera matarúrganga, komið fyrir hænsnakofa gróðurhúsi og geymslum. Við höfum hugsað sem svo að ef þetta kerfi getur virkað norðan við 66° norður þá ætti þetta að geta virkað víða annarsstaðar.

Við höfum reynt að gera lóð og hús að einni samtvinnaðri heild, og þess vegna eru á jarðhæð hússins 5 dyr til að nýta og sinna mismunandi hlutum á lóðinni, svo sem að fara út með sorp og jarðgerðarefni, ná í egg til hænsnanna, mat í geymslurnar, færa hröfnunum að éta og njóta útiveru eftir því hvernig vindurinn blæs.”

Ljósmyndir: © Nanne Springer

_ _ _

Single family home, Ísafjörður
2011

Words by Kjartan Arnason, about his family house:

“The house stands on a 400 sq. meter lot, and is designed to be built in a workshop in two large units and transported to a different location. The lot around the house is also designed in a manner so it can easily be reshaped, even on a floating barge. The house and the adjacent surfaces can in fact be towed and shipped away and reerected somewhere else.

The house is a typical timber-frame structure and stands on an in-situ concrete basement. It is surrounded in all directions by a spectacular landscape. The town of Ísafjörður faces the house in two directions. Large windows frame the landscape, bathe the house with daylight and heat from the sun when it reappears in the winter.

The house is laid out so all family members are aware of each other, yet respecting everyone´s privacy. A large open space (almost 6 meters ceiling height) connects the living room, the kitchen, a workspace and the upper floor spaces. Having a view of the magnificent landscape (mountains, sky, ocean,town) from all spaces was crucial, thus the dominant use of large sliding doors. The master bedroom on the upper floor shares part of the large ocean facing window with the living room.

We have consciously tried to develop an environmentally friendly landscaping around the house. We grow vegetables, keep a compost, we built a henhouse and a green house and storage room for utensils. The idea is to develop a sustainable system for a family living just below the arctic circle, a system that should prove applicable in many locations.

The idea is to make the lot and the house as a sustainable entity, thus a ground floor with 5 access doors to the exterior spaces, depending on the purpose of communication to the outside e.g. a visit to the compost, a visit to the green house to pick tomatos or to the henhouse to fetch eggs, to feed the ravens or just to enjoy the fresh wind or a magnificent view.

Photographs: © Nanne Springer