Stækkun fræðslumiðstöðvarinnar við Hakið / New extension for the Visitor Center at Þingvellir

Gestastofa Haksins á Þingvöllum
2002 – 1. Áfangi
2018 – 2. Áfangi

Fræðslumiðstöðin við Hakið á Þingvöllum fellur á hógværan hátt að staðnum. Hún mótar afgerandi rými við aðkomu gesta að Hakinu og er ætlað að vera látlaus umgjörð sýningar um sögu og náttúru staðarins. Þingvellir skipa sérstakan sess í huga íslensku þjóðarinnar, samofnir sögu hennar og draumum. Sköpunarsaga landsins birtist með ljósum hætti í náttúru svæðisins. Fyrsti áfangi var reistur árið 2002 og er öll á einni hæð, en byggingin er um 180 m2 að stærð og var byggð eftir teikningum Glámu-Kím. Við stækkun gestastofunnar var núverandi bygging endurinnréttuð sem kaffistofa fyrir gesti og komandi. Viðbygging fræðslumiðstöðvarinnar mun þjóna hlutverki sýningar- og kvikmyndasals, kennslustofu, fundarherbergis og skrifstofu starfsmanna. Við stækkun þjónustumiðstöðvarinnar var lögð áhersla á að eldra hús miðstöðvarinnar myndi áfram halda stöðu sinni sem kennimerki staðarins og ný viðbygging prjónuð saman við eldri byggingu með natni og alúð við núverandi umhverfi.

Samhliða opnun viðbyggingarinnar var opnuð ný og endurbætt sýning um Þingvelli sem unnin var í nánu samstarfi við Gagarín. Á sýninginni er notast við gagnvirkar miðlunarleiðir. Gestir geta fræðst um náttúruna á Þingvöllum og mikilvægi staðarins í gegnum Íslandssöguna á áhugaverðan og skemmtilegan hátt.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu Gagaríns:
http://gagarin.is/work/heart_of_iceland/

Samstarfsaðilar: Gagarín, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sýningarhönnuður, Páll Ragnarsson lýsingarhönnuður, Origo hf, Mannvit og Landslag ehf.

Ljósmyndir: © Gagarín