Mörkin – Íbúðir 60+

Mörkin | Íbúðir 60+
Suðurlandsbraut 68-70
2018

Suðuralandsbraut 68-70 er fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Í húsinu eru 74 íbúðir á þremur og fjórum hæðum, félagsrými og yfirbyggð bílageymsla. Byggingarhlutum er skipað umhverfis skjólríkt og fallegt garðrými.

Byggingin er steinsteypt, klædd með hvítri báruálklæðningu og Viroc og Cembrit klæðningarplötum.  Við hönnun hússins var lögð áhersla á að byggja vel hannað og hagkvæmt húsnæði.

Meðfram Suðurlandsbraut er íbúðarhús á þremur til fjórum hæðum, skipt upp í þrjár einingar. Sunnan garðsins er íbúðarhús á þremur hæðum, skipt upp í tvær einingar. Austan garðsins er bílageymsla og vestan hans eru félagsrými og tengigangur milli nyrðri- og syðri álmu.

Íbúðunum er skipað að svalgöngum sem skýlt er með glerlokunarkerfi, stiga- og lyftuhús eru lokuð og upphituð. Á jarðhæð eru tengigangar með skýldum gönguleiðum milli allra húshluta.

Byggingarnar á Suðurlandsbraut 68-70 eru einnig tengdar með tengigangi við móttökurými á jarðhæð hjúkrunarheimilisins á Suðurlandsbraut 66, þaðan sem innangengt er í félags- og þjónusturými og um ganga að íbúðarhúsum á Suðurlandsbraut 58-62.

Verkaupi: Grund Mörkin ehf
Framkvæmdaraðili: ÞG verktakar
Aðalhönnuðir: Gláma-Kím arkitektar

Samstarfsaðilar:
Vektor – Hönnun og ráðgjöf, burðaþol og lagnir
Helgi Eiríksskon, raflagnir og lýsing
Landslag ehf., lóðarhönnun
Mannvit, hljóðvistarráðgjöf
Efla, brunahönnun

Ljósmyndir: © Nanne Springer