Þjónustubygging í Dyrhólaey / Service Building for tourists at Dyrhólaey

Þjónustubygging í Dyrhólaey
2015

Snyrtingar og nestisaðstaða fyrir ferðamenn í Lágey Dyrhólaeyjar. Húsin eru samsett úr tveimur jafnstórum hlutum og tengd saman með yfirbyggðu skyggni.

Burðarvirki húsanna eru krosslímdar timbureiningar, forsniðnar og settar saman á verkstæði í byggð.  Lárétt timburklæðning er látin veðrast og grána með tíð og tíma.   Hliðar húsanna eru lokaðar á móti aðkomu, en gluggaveggir á andstæðri hlið opnast út á móti stórfenglegu sjávarútsýni.

Staðsetning hússins í landslaginu mótar bílastæði og upphafspunkt gönguleiða um eyjuna.

Landmótun og frágangur utanhúss var í höndum Landslags ehf.

Ljósmyndir: © Nanne Springer

_ _ _

Service Building for tourists at Dyrhólaey
2015

Two separate buildings are connected by a covered terrace.  The structures are composed of Cross Laminated Tree elements and assembled as separate units off site.  The main exterior cladding will form a natural grey hue limiting the impact on the natural surroundings.  Entry side is spartan and devoid of openings, whilst the side towards the view is primarily glazed and open to a spectacular view towards the ocean.

Landscape by Landslag ehf.

Photographs: © Nanne Springer