Vinnustofa í bakhúsi við Laugaveg
Endurgerð og nýbygging
1991, 1995
Verkefnið var að hanna og útfæra nýja kvisti, breyta inngangi og koma fyrir svölum norðanmegin á bárujárnsklæddu timburhúsi, Laugavegi 37 (frá ca. 1917) sem stendur við mestu verslunargötu Reykjavíkur. Jafnframt voru gerðar innri breytingar á annarri hæð og rishæð þar sem um nokkurt skeið var rekið myndlistargallerííð Önnur Hæð.
Í norð-austur hluta lóðarinnar var teiknuð og reist nýbygging árið 1991. Nýbyggingin var hönnuð sem vinnustofa fyrir listamennina sem þar bjuggu. Auk þess var tengd vinnustofunni gestaaðstaða fyrir erlenda listamenn sem komu þar og dvöldu. Við hönnun og útfærslu nýbyggingarinnar var hugað að stærð og hlutföllum eldri húsa í nágrenninu. Nýbyggingin er þó nútímaleg andstæða sem stendur í góðri sátt við hlið uppgerðs gamals húss.
Til stendur, árið 2019, að rífa vinnustofuna og rýma til fyrir nýbyggingum á lóðinni, ásamt því að flytja stakstæða timburhúsið sem stendur næst vinnustofunni.
_ _ _
Artist workspace and residency
Renovation and addition
1991, 1995
In a context to a timber frame house constructed in 1917. The client requested the existing building be restored to it’s original form and wishing for an new house, an artist work space and residency. The new studio was designed as a counterpoint to the original building, modern in articulation but respectful of scale and proportion.