Þjónustubyggingar við Gufuneskirkjugarð
Samkeppnistillaga, 2004
Samkeppnisplönsunum á PDF formi (700Kb) má hlaða niður hér:
Gufuneskirkjugardur_samkeppni_GlamaKim_2004
Aðalmarkmið tillögunnar var að skapa virðulega og hátíðlega umgjörð um athafnir og viðkvæma starfsemi sem kæmi til með að fara fram í þjónustubyggingum við Gufuneskirkjugarð.
Í tillögunni er tekin markviss afstaða til landslags samkepppnissvæðisins og mótunar þess. Byggingunum er raðað norð-austanvert í Hallsholt, þannig að þök þeirra standa lágreist upp úr eða samlagast því. Byggingar og bílastæði austast á svæðinu eru greypt í landið með afgerandi hætti, og bílastæði vestast á svæðinu lögð á jarðvegsfyllingu utan í holtinu. Athafnarýmin – kirkja, kapella og bænhús – eru mótuð þannig að þau mynda áherslur í ásýnd mannvirkjanna.
_ _ _
Gufunes Cemetery
Competition entry, 2004