Miðbæjarskipulag fyrir Stykkishólm / Urban planning

Miðbæjarskipulag fyrir Stykkishólm
2002-2003

Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt / Gláma-Kím unnu deiliskipulag fyrir miðbæ Stykkishólms eftir að hafa lokið vinnu við aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Deiliskipulagssvæðið er um 7 ha og nær yfir elsta hluta bæjarins og hluta hafnarsvæðisins. Gamli bærinn í Stykkishólmi er heilleg þyrping gamalla timburhúsa, og eru þrjú þeirra friðuð.

Markmið skipulagsins er að styrkja gamla bæjarkjarnann, með því að þétta byggðina – skapa svigrúm fyrir aukna verslunar – og þjónustustarfsemi, og meiri fjölbreytni í samsetningu íbúðamarkaðarins.

Nýir byggingarreitir eru skilgreindir í eyður húsaraða og bæjarrými afmörkuð, og mælt fyrir um efnisval og frágang.

_ _ _

Urban planning, Stykkisholmur
2002-2003

Following the approval of a master plan by Baering B Jonsson architect and GLAMA-KIM architects for the town of Stykkisholmur (west of Iceland) a regional plan for the downtown area of the historic part was commissioned. Some of the buildings in the area are listed buildings, in a coherent and architecturally important community in Iceland.