Betri Borgarbragur / Research on sustainability and continuity in Reykjavík

Betri borgarbragur
2009-2013

Gláma-Kím tók þátt í verkefninu Betri borgarbragur. Betri borgarbragur var samstarfsverkefni um rannsóknir í skipulagsfræði þar sem fjallað er um hið byggða umhverfi út frá sjálfbærum og hagrænum sjónarmiðum. Áhersla var lögð á greiningu á höfuðborgarsvæðinu – Reykjavík og nágrenni. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði Rannís haustið 2009.

Að verkefninu stóðu arkitektastofurnar Gláma-Kím, Hús og skipulag, ASK, Kanon, Tröð, Harpa Stefánsdóttir arkitekt og fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Háskóla Íslands. Verkefninu tengdist fjöldi aðila með þverfaglega þekkingu, bæði innanlands og erlendis, sem lýsti yfir áhuga á þátttöku.

Gláma-Kím vann að rannsókn á sjálfbærnistuðlum hverfiseininga og rannsókn á skipulagssögu Reykjavíkur :

• Borgarskipulag innan Hringbrautar – fram til 1934
• Samfella & rof
• Borgin innan Hringbrautar / úthverfi / neðra Breiðholt
• Samfella upp úr 1960 & rof
• Tengsl aðila við erlendar kenningar og strauma
• Bakgrunnur hverfiseininga
• Samspil skipulags- og lýðheilsufræði við stjórnmál og stjórnsýslu
• Slóð þekkingar og hugmynda
• Rammi rannsóknarinnar var kynntur á vettvangi Docomomo – og efni um hana birt í safni Docomomo : „Living and Dying in the Urban Modernity“.

Hér má lesa lokaskýrslu Glámu•Kím á rannsókninni
Hér má lesa allar lokaskýrslur rannsóknahópanna
Heimasíða verkefnisins er bbb.is
_ _ _

Research on sustainability and continuity in Reykjavik
2009-2013

Gláma Kím´s research emphasis represented in the following report has two focuses; one on establishing a new and critical insight into the Planning History of Reykjavík. The other providing and adapting new definitions and Indicators for applicable sustainability factors. Further, to develop and test-run a conceptual process to use in addressing the challenges facing the various neighbourhoods in Reykjavík. GK also initiated and co-ordinated the execution of two external reports on traffic and sustainability as well as on perceived living qualities in the city.

Read the summary of Gláma•Kím research in Icelandic and English here.