Aðgengi við Goðafoss

Aðgengi við Goðafoss
Hönnun göngustíga, bílastæða og útsýnispalla
2013-2019

Í samstarfi við Landslag vann Gláma•Kím að hönnun aðgengis í kringum Goðafoss, einn fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Verkefnið sýr að hönnun göngustíga, bílastæða og útsýnispalla, frá hönnun deiliskipulags til deililausna.

Nettar vinnuvélar voru notaðar við framkvæmdina til þess lágmarka umhverfisröskun og sár voru grædd með lyngþökum og hrauni. Á næstu árum ætti gróðurinn að vaxa upp að hinu manngerða aftur.

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2020 fyrir uppbyggingu á aðstöðu ferðamanna við Goðafoss. Sjá frétt um verðlaunin hér.