Sumarhús á Suðurlandi / Summerhouse in South Iceland

Sumarhús á Suðurlandi
2017

Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur.

Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni.

Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt.

Ljósmyndir: © Nanne Springer

_ _ _

Summerhouse in South Iceland
2017

The summerhouse stands on a ridge by a deep and rugged gulley, surrounded by awe-inspiring scenery; a panoramic view over a lake towards a distant mountain range in the north, a steep rock face beyond the gulley to the east, and diverse mountain ranges to the south and west.

The design aims to amplify this magnificent site by framing the vistas from both inside and outside the house. The form and positioning of outdoor spaces also optimizes sun and shelter. Although the house stands on a high ridge, it sits modestly within the spectacular scenery.

The building consists of three rectangular structures, arranged around a south-facing outdoor space. The central block houses the kitchen and living room. It is cast in black visual concrete, with large recessed windows to the north and south. It connects two cedar wood clad wings that contain the sleeping quarters and guest accommodation.

Photographs: © Nanne Springer