Eiðhús
Keypt tillaga um náttúruböð, hótel og listamiðstöð á landi Eiðhúsa á Snæfellsnesi
Landslagsráðgjöf: Landslag ehf.
2017
Tillaga Glámu-Kím í hnotskurn:
Þau mannvirki, sem forsögn gerði ráð fyrir, voru staðsett af nærgætni og af alúð voru þau formuð þannig að sem minnst rask yrði á landinu. Byggingar fyrir náttúruböð, hótel og listamiðstöð voru mótaðar og felldar inn í landið þannig að þær yrðu lítið áberandi. Efnisval húsa var látlaust, fá efni mynduðu einfaldan og fallegan ramma um náttúruna og tilteknar útsýnisáttir sem horft var út yfir frá mannvirkjunum.
Bústöðum var valinn staður við litlu klettaborgina í landi Eiðhúsa. Þeir mynduðu þyrpingar við sameiginlegan aðkomuveg og var tyllt á grannar súlur þannig að þeir svifu yfir landinu. Við hverja þyrpingu væru sameiginleg hús með gufuböðum, sauna og heitum pottum og hvert hús staðsett sérstaklega með tilliti til útsýnis.
Gert var ráð fyrir að skurðinum, sem liggur um miðbik landsins, yrði breytt í aðlaðandi tröð að náttúruböðum og listamiðstöð og ferðalagið þannig gert áhugavert og einstakt. Hugmyndin var að sjálfkeyrandi rafknúin ökutæki myndu ferja fólk og aðföng um landið og stígar yrðu lagðir þannig að auðvelt væri að ferðast um svæðið gangandi eða á hjóli.
Hér má hlaða niður greinagerð tillögunnar: EIÐHÚS_GLÁMA-KÍM_JAN2017
_ _ _
Eiðhús
Project for Geothermal baths, hotel and artist residency in Snæfellsnes
Landscape consultant: Landslag ehf.
2017