Mörkin – Íbúðir 60+

Mörkin | Íbúðir 60+
Suðurlandsbraut 68-70
2018

Suðuralandsbraut 68-70 er fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Í húsinu eru 74 íbúðir á þremur og fjórum hæðum, félagsrými og yfirbyggð bílageymsla. Byggingarhlutum er skipað umhverfis skjólríkt garðrými. Við skipulag svæðisins var sótt fyrirmynd til hlutfalla í randbyggð gamla Vesturbæjar Reykjavíkur.

Byggingin er steinsteypt, klædd með hvítri báruálklæðningu og Viroc og Cembrit klæðningarplötum.  Við hönnun hússins var lögð áhersla á að byggja vel hannað og hagkvæmt húsnæði.

Meðfram Suðurlandsbraut er íbúðarhús á þremur til fjórum hæðum, skipt upp í þrjár einingar. Sunnan garðsins er íbúðarhús á þremur hæðum, skipt upp í tvær einingar. Austan garðsins er bílageymsla og vestan hans eru félagsrými og tengigangur milli nyrðri- og syðri álmu.

Íbúðunum er skipað að svalgöngum sem skýlt er með glerlokunarkerfi, stiga- og lyftuhús eru lokuð og upphituð. Á jarðhæð eru tengigangar með skýldum gönguleiðum milli allra húshluta.

Byggingarnar á Suðurlandsbraut 68-70 eru einnig tengdar með tengigangi við móttökurými á jarðhæð hjúkrunarheimilisins á Suðurlandsbraut 66, þaðan sem innangengt er í félags- og þjónusturými og um ganga að íbúðarhúsum á Suðurlandsbraut 58-62.

Verkaupi: Grund Mörkin ehf
Framkvæmdaraðili: ÞG verktakar
Aðalhönnuðir: Gláma-Kím arkitektar

Samstarfsaðilar:
Vektor – Hönnun og ráðgjöf, burðaþol og lagnir
Helgi Eiríksskon, raflagnir og lýsing
Landslag ehf., lóðarhönnun
Mannvit, hljóðvistarráðgjöf
Efla, brunahönnun

Ljósmyndir: © Nanne Springer